Category Archives: Fréttir

Með sól í hjarta

Með sól í hjarta

Við fögnum hækkandi sól. Senn er að baki þriðji heili vetur okkar í tækjasölu. Óhætt er að segja að viðtökurnar sem við höfum fengið hafi verið framar björtustu vonum. Ekki bara það heldur höfum við á þessum tíma sannreynt það aftur og aftur að vörurnar sem við seljum standast kröfur viðskiptavina og þjóna þeim vel. Það er ekki endilega sjálfgefið að finna gæðavörur á samkeppnishæfu verði en það hefur svo sannarlega reynst vera raunin hjá okkur.

Sumar- Lengri afgreiðslufrestur

Sumar- Lengri afgreiðslufrestur

Vegna sumarleyfa hjá birgjum verður afgreiðslufrestur lengri en venja er frá byrjun Júlí og fram í ágúst. Að sumarleifum loknum ættu ruddasláttuvélar, sem nú eru uppseladar, að vera aftur fáanlegar. Svo getum við bara farið að horfa til haustverkanna!

Verðlækkun

Verðlækkun

Erum stolt af því að hafa í dag lækkað verð á ýmsum tækjum vegna hagstæðara gengis!

Að gera góða vöru betri

Að gera góða vöru betri

Það er óhætt að segja að Ruddasláttuvélin frá Iron Baltic hafi “slegið í gegn”, ef svo má að orði komast. Í grunninn er sláttuvélin sambærileg nokkrum öðrum sem seldar eru, meðal annars hér á landi.

Það sem gerir vélina okkar frábrugðna keppinautunum er að farið hefur verið yfir alla vélina og hlutumskipt út sem vitað er að eiga á hættu að slitna eða skemmast. Til dæmis er öllum hnífum skipt út. Mótor upphaflega framleiðandans er ekki notaður, heldur er boðið uppá mótora með miðflóttaaflskúplingu sem vitað er að standast ýtrustu gæðakröfur. Efnisval er skoðað og bætt úr þar sem þurfa þykir. Vöruþróun þessi gerir að verkum að við sitjum uppi með lager af varahlutum sem ekki seljast. Við gætum ekki verið ánægðari með það!

Og enn bætist í því Iron Baltic hafa tilkynnt okkur að þeir muni frá og með 2017 skipta út hlutum í hjólabúnað, afturrúllu og “ýmsu fleiru sem bætir styrk og endingu” eins og þeir orða það. Fyrsta vélin af þessari gerð er á leiðinni til landsins. Við hlökkum til að afgreiða fleiri.

Afgreiðsla á snjóblásurum og nýjar vörur

Afgreiðsla á snjóblásurum og nýjar vörur

snjoblasari_aftanSamkvæmt fréttum frá Iron Baltic verða snjóblásarar fáanlegir frá lokum október. Síðasta vetur seldust þeir upp í kjölfar snjómokstursútboðs á Evrópska Efnahagssvæðinu. Vonir standa til að nóg verði til í vetur en bendum þó á að ekki er ráð nema í tíma sé tekið.

Þá eru Iron Baltic að “rúlla út” nýjum vörum á næstu viku þar sem virkni ýmissa vinnutækja verður stórbætt með sjálfstæðu vökvakerfi (https://www.youtube.com/watch?v=YlZCX9fSYS8).

Haust

Haust

Það hefur verið ánægjulegt fyrsta sumarið í tækjasölu hjá Kný. Talsverð eftirspurn hefur til dæmis verið eftir Ruddasláttuvélum. Svo mikil reyndar að þær seldust upp hjá framleiðandanum og fengum við því færri vélar en við vonuðumst eftir yfir hásumarið. Það er ekki annað að sjá en að fleiri og fleiri séu að átta sig á kostum þess að nota minni og ódýrari tæki til að sinna störfum sem til þessa hafa verið unnin af stærri, dýrari og óhagkvæmari vélum. Þetta merkjum við vel á fyrirspurnum sem okkur berast, sem og samtölum við þá sem nú þegar hafa fengið hjá okkur tæki.

Við höfum nú lokið einu ári í núverandi rekstri. Reynslan af tækjunum og viðtökur viðskiptavina hafa verið vonum framar. Með það veganesti siglum við inn í haust og vetur númer tvö full tilhlökkunar að vinna með viðskiptavinum okkar og útbúa þá í leik og starf.

Við minnum á Facebook síðu okkar en þar reynum við að birta myndir og vera virk í stöðuuppfærslum.

Myndin með þessari frétt er frá síðasta vetri og er af nýlagðri gönguskíðabraut.

Kær kveðja,

Knýr ehf.skíðabrautatæki2

Ruddasláttuvélar að seljast upp

Ruddasláttuvélar að seljast upp

Við höfum selt síðustu Ruddasláttuvélina. Frá framleiðanda fást þau svör að mögulega sé hægt að útvega eina eða tvær til viðbótar á næstu dögum en þess fyrir utan verða næstu eintök fáanleg í lok júlí.

Við hvetjum áhugasama til að senda okkur línu á knyr@knyr.is eða 511 1116 og taka frá eintak.Sláttuvélar1

Samstarf við Ultratec

Samstarf við Ultratec

Okkur er mikil ánæga að segja frá því að við höfum hafið samstarf við Finnska fyrirtækið Ultratec. Ultratec er framleiðandi og endursöluaðili á áhugaverðum vörum fyrir fjórhjól, snjósleða og torfærutæki og er því glæsileg viðbót við vöruúrval okkar. Fyrsta pöntun er á leiðinni og því eigum við eftir að sjá betur hver ahendingartími er, en til að byrja með teljum við óhætt að miða við sömu 2-3 vikurnar fyrir vörur sem til eru á lager. Við hlökkum til að heyra frá ykkur þegar fyrstu vörurnar koma inn á síðuna hjá okkur.

birgðasleði_ultratec_1

 

Umfjöllun í Fréttablaðinu

Umfjöllun í Fréttablaðinu

Í dag, 31.maí, birtist hálfrar síðu umfjöllun um Kný í “Vörubílar og Vinnuvélar”, sérblaði Fréttablaðsins. Við erum ákaflega stolt af þeim áhuga sem fyrirtækinu og vörum er sýndur. Færir þetta okkur heim sanninn um að áhugi og þörf er til staðar. Munum við því halda áfram á sömu braut og kynna fljótlega til sögunnar nýjar og spennandi vörur.Fbl 31MAY2016

Afhendingartími á Ruddasláttuvélum

Afhendingartími á Ruddasláttuvélum

Ruddasláttuvélar eru því miður uppseldar hjá Iron Baltic þangað til um mánaðamótin maí – júní. Knýr getur enn tryggt sér eintök úr næstu sendingu, til afhendingar um miðjan júní. Þetta er lengri afhendingartími en við myndum vilja og biðjumst við velvirðingar á því. Hlökkum til að taka við pöntunum frá ykkur og afhenda ykkur þetta frábæra tæki.Sláttuvélar2