Category Archives: Tilboð

Hausttilboð

Hausttilboð

Við fögnum þriðja vetri okkar í innflutningi á tengitækjum nú um þessar mundir. Í sumar endurreiknuðum við verð og lækkuðum þau flest. Nú bætum við um betur og bjóðum eftirfarandi til 1. október:

  • Ef þú kaupir kerru eða Salt/Sand-dreifara færð þú tönn eða sóp með festingum á hjólið þitt á 120.000,- með VSK!

Við hlökkum til að afgreiða pantanir ykkar í vetur!

ECO300 á tilboðsverði

ECO300 á tilboðsverði

Við kynnum til leiks. ECO300 kerruna sem segja má að sé litli bróðir BASIC500 kerrunnar. Óviðjafnanleg kerra á óviðjafnanlegu verði fyrir þá sem endrum og eins þurfa á kerru að halda. Sterkbyggð, létt og hagkvæm auk þess sem ýmsir aukahlutir eru fáanlegir með henni til að gera hana enn betri. Kerran er á tilboðsverði til vors.

ECO 500 á tilboðsverði

ECO 500 á tilboðsverði

Okkur er sönn ánægja að geta boðið ECO500/BASIC500 kerruna frá Iron Baltic á 189,900,- með VSK til 15. júní. Þessi kerra til tilvalin vinnufélagi hvort heldur er í sumar eða vetur. Afhendingartími er 2-3 vikur eins og venjulega en taka verður fram að vinsælustu vörurnar hjá Iron Baltic hafa átt það til að seljast upp og ahendingartíminn þá orðið lengri sem því nemur. Sem stendur eru kerrurnar þó til. Við mælum með því að tryggja sér eintak sem fyrst.

fjórhjólakerrur_ECO500_1

Sýningareintak á einstöku verði

Sýningareintak á einstöku verði

Okkur var bjóðast sýningareintak af “Iron blower” snjóblásar. Eins og einhverjir vita hafa þeir verið uppseldir frá þvi seint í haust og verða ekki fáanlegir aftur fyrr en næsta haust.

Blásarinn sem um ræðir hefur verið notaður í nokkrar klukkustundir sem sýningareintak hjá Iron Baltic. Hann kemur yfirfarinn, í fullkomnu ástandi og með nýjum Briggs og Stratton Mótor. Þetta eintak fæst með gríðarlega veglegum afslætti, á 775.000,- með VSK.
Hinum umboðsaðilunum var einnig boðinn gripurinn og fær sá er fyrstur kemur.

34385

Vortilboð á Ruddasláttuvélum

Vortilboð á Ruddasláttuvélum

Sláttuvélar5Með hækkandi sól er kominn tími til að fara að huga að vorverkunum. Ruddasláttuvélarnar frá Iron Baltic hafa nú þegar sannað getu sína í slætti á sinu, kerfli og öðrum erfiðum gróðri í ósléttu undirlagi. Knýr býður Ruddasláttuvélar með 50.000,-kr afslætti fram til 1. maí. Tilboðsverðið er því 545.000,- kr með VSK og kemur vélin með 18 hp Briggs & Stratton V2 mótor.

Þetta er frábært tækifæri fyrir landeigendur og verktaka til að tryggja sér vél í góðan tíma og á góð verði.