fbpx

Haust

Það hefur verið ánægjulegt fyrsta sumarið í tækjasölu hjá Kný. Talsverð eftirspurn hefur til dæmis verið eftir Ruddasláttuvélum. Svo mikil reyndar að þær seldust upp hjá framleiðandanum og fengum við því færri vélar en við vonuðumst eftir yfir hásumarið. Það er ekki annað að sjá en að fleiri og fleiri séu að átta sig á kostum þess að nota minni og ódýrari tæki til að sinna störfum sem til þessa hafa verið unnin af stærri, dýrari og óhagkvæmari vélum. Þetta merkjum við vel á fyrirspurnum sem okkur berast, sem og samtölum við þá sem nú þegar hafa fengið hjá okkur tæki.

Við höfum nú lokið einu ári í núverandi rekstri. Reynslan af tækjunum og viðtökur viðskiptavina hafa verið vonum framar. Með það veganesti siglum við inn í haust og vetur númer tvö full tilhlökkunar að vinna með viðskiptavinum okkar og útbúa þá í leik og starf.

Við minnum á Facebook síðu okkar en þar reynum við að birta myndir og vera virk í stöðuuppfærslum.

Myndin með þessari frétt er frá síðasta vetri og er af nýlagðri gönguskíðabraut.

Kær kveðja,

Knýr ehf.skíðabrautatæki2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *