fbpx

Að gera góða vöru betri

Það er óhætt að segja að Ruddasláttuvélin frá Iron Baltic hafi “slegið í gegn”, ef svo má að orði komast. Í grunninn er sláttuvélin sambærileg nokkrum öðrum sem seldar eru, meðal annars hér á landi.

Það sem gerir vélina okkar frábrugðna keppinautunum er að farið hefur verið yfir alla vélina og hlutumskipt út sem vitað er að eiga á hættu að slitna eða skemmast. Til dæmis er öllum hnífum skipt út. Mótor upphaflega framleiðandans er ekki notaður, heldur er boðið uppá mótora með miðflóttaaflskúplingu sem vitað er að standast ýtrustu gæðakröfur. Efnisval er skoðað og bætt úr þar sem þurfa þykir. Vöruþróun þessi gerir að verkum að við sitjum uppi með lager af varahlutum sem ekki seljast. Við gætum ekki verið ánægðari með það!

Og enn bætist í því Iron Baltic hafa tilkynnt okkur að þeir muni frá og með 2017 skipta út hlutum í hjólabúnað, afturrúllu og “ýmsu fleiru sem bætir styrk og endingu” eins og þeir orða það. Fyrsta vélin af þessari gerð er á leiðinni til landsins. Við hlökkum til að afgreiða fleiri.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *