Birgðasleði

Birgðasleði frá Ultratec í Finnlandi er frábær lausn fyrir sleðaleiðangurinn. Þú keyrir áhyggjulaus, vitandi að búnaður er varinn fyrir veðri og vindum. Sleðinn er í stuttu máli 300 lítra tengdamömmubox á skíðum með gormafjöðrun og hólfi fyrir bensínkút utan á.

Fjöðrunin er þannig úr garði gerð að skíðin laga sig að undirlaginu sem tryggir að mikið þarf til að velta honum. Beislið snýst og kemur þannig í veg fyrir að átak komi á sleiðann/hjólið. Því finnur þú varla fyrir sleðanum nema svo fari að honum hvolfi. Sést þetta glögglega í myndbandinu hér að neðan.

Sleðinn er festur aftaní með pinnatengi.

Fáanlegur með rauðu, gulu og bláu loki. Sleðinn vegur 60kg og er að ummáli L1800 x B1060 x H460 mm.

Verð með VSK: 225.000,-
[margin][titles type=”h6″ text=”TXluZGIlQzMlQjZuZCUyMCUzQ2RpdiUyMGNsYXNzJTNEJTIybGluZSUyMiUzRSUzQyUyRmRpdiUzRQ==” class=”title27 caps animated eff-fadeIn delay-200ms”]
[margin]

Hafðu Samband í síma 511 1116 eða knyr@knyr.is