Áfram

Home Box Slim

by Knýr
Upprunalegt verð 245.000 kr - Upprunalegt verð 289.000 kr
Upprunalegt verð
245.000 kr
245.000 kr - 289.000 kr
Núverandi verð 245.000 kr
Með VSK

Home Box Slim er vönduð og harðgerð stöð sem hentar til dæmis vel til notkunar í bílastæða kjöllurum fjölbýlishúsa. Hún stenst ströngustu kröfur um virkni og tæknilega getu.

Mismunandi útfærslur eru í boði, bæði hvað varðar útlit, tengimöguleika og álagsstýringu. Stöðin getur tengst umsjónarkerfi í skýi og smáforriti. Auðkenning fer fram með korti eða í gegnum smáforrit.

Elinta Charge Hleðslukerfi fyrir Fjölbýlishús:

Kerfið er byggt upp einfasa 32A Home Box Slim stöðvum. Virkri álagsstýringu er komið fyrir í töflu. Hún les heimtaug hússins og álagsstýrir. Hleðsluhraði er allt að 7,4kW. Stöðvarnar eru fasttengdar (Ethernet). Ein stöð er skilgreind sem „master“ og hinar „slave“.

Auðkenning fer fram með RIFD lykli, korti eða með smáforriti (Elinta Charge) sem fáanlegt er í Google Play Store og Apple App Store.

Elios bakendakerfið er án endurgjalds í 12 mánuði en kostar 790,- krónur á mánuði eftir það. Smáforritið er endurgjaldslaust. Hverri stöð fylgja 10 auðkennislyklar.Elios bakendakerfið er án endurgjalds í 12 mánuði en kostar 790,- krónur á mánuði eftir það. Smáforritið er endurgjaldslaust. Hverri stöð fylgja 10 auðkennislyklar.

Home Box Slim koma með innbyggðri DC vörn. Vegna þess hve nettar stöðvarnar eru er ekki mögulegt að fá þriggja fasa stöðvar af þesssari gerð með innbyggðri DC vörn og því þyrfti lekaleiða af gerð B í töflu fyrir hverja stöð.

Nánar um stöðina:

  • Tengi: 1 x gerð 2 Hleðsluaðferð 3 - IEC 62196.
  • Veggfest
  • Rafmagn inn: 3 eða 1 fasa 400 V/AC 50 Hz 32A eða eða 16A
  • Álagsstýring:
    • Stöðin kemur ekki með innbyggðri álagsstýringu. Álagsstýring er sett í töflu og stýrir neti stöðva, til dæmis í fjölbýlishúsum
    • Einnig má stilla afl í umsjónarkerfi
  • Varnarbúnaður:
    • DC vörn innbyggð
  • Samskipti: Stöðin kemur virkjuð og tilbúin samkvæmt nánari óskum viðskiptavina, og er sú virkni innifalin í verði.
  • Samskiptastaðlar:
    • 3G / 4G Elios.cloud og OCPP 1.6 JSON
    • WiFi Elios.cloud og OCPP 1.6 JSON
    • Ethernet Elios.cloud og OCPP 1.6 JSON
    • Power management system
  • Notendaviðmót og auðkenning:
    • Í gegnum vefumsjónarkerfi og eða smáforrit
    • Auðkenning í gegnum RIFD eða 
  • Öryggisbúnaður:
    • Læsir snúru á meðan hlaðið er
    • Útsláttarrofi
    • Sjálfvirk endursetning eftir útslátt (val)
  • Umsjónarkerfi:
    • Skýjalausn þar sem hægt er að framkvæma allar helstu aðgerðir, mæla notkun, skrá réttindi, fylgjast með stöðvum og fleira.
    • Smáforrit tengist umsjónarkerfinu og er fáanlegt endurgjaldslaust frá Google og Apple. Þar er hægt að sjá lausar stöðvar, fjarvirkja hleðslu, fylgjast með notkun og fleira.
  • Annað:
    • Uppgefið hitasvið -30 °C to +50 °C
    • Vatns og rykþol: IP54
    • Höggþol: IK08
    • Innnbyggður notkunarmælir (MID)
    • Gerð ytra byrðis: Plast
    • Mál: 440 x 160 x 130 mm
    • Þyngd: 3 kg
    • Þolið gegn útfjólubláum geislum
    • CE vottað