Björgunarsleði og kerra
Björgunarsleðinn er öflugt heilsárs björgunartæki sem nýtur sín vel í erfiðu landslagi. Hann er þróaður í samstarfi við björgunarsveitir í Evrópu og er meðal annars notaður til björgunar á alpasvæðum Þýskalands, Ítalíu og Frakklands.
Hönnun sleðans byggir á burðarmiklum flutningasleða sem breytt hefur verið svo taka megi skíðin undan og setja í staðin fjögur utanvegardekk á flexitorana. Breytingin er einföld. Einungis þarf að fjarlægja og setja aftur fjóra bolta. Sleðinn kemur með 360° kúlutengi og pinnatengi sem nota má eftir því hvaða tæki á að draga hverju sinni.
Á pallinum eru sjúkrabörur og CE vottuð skyndihjálpartaska. Börurnar læsast á pallinn. Utaná hliðar festist svo tjald úr slitsterkum og vatnsheldum dúk (e: tarpaulin). Inni í tjaldinu er sá fluttur er varinn fyrir veðri, vindum, grjótkasti, trjágreinum og útblæstri frá tækinu sem dregur sleðann/kerruna. Á tjaldinu eru stórir, renndir opnanlegir gluggar til loftunar.
Sleðinn er sérsmíðaður eftir pöntun og tekur það um það bil tvær vikur.