Vöruflokkar

AÐ EIGA VIÐSKIPTI VIÐ KNÝ

Við eigum allt undir því að viðskiptavinum líki vörur okkar og þjónusta. Ennfremur trúum við því að viðskipti eigi að vera persónuleg og skemmtileg.

Afgreiðslutími

Afgreiðslutími eru 2-3 vikur, að því gefnu að varan sé til á lager. Sumar vörur eru fáanlegar með DHL hraðsendingum. Afgreiðslutími eru 2-3 virkir dagar í þeim tilfellum. Varan er afhent hjá flutningsaðila á föfuðborgarsvæðinu, nema um annað sé samið. Við erum vefverslun og þó vörurnar séu frábærar er salan þó ekki nægilega mikil til að réttlæta fjárfestingu í lager og kostnað við húsaleigu.

Ábyrgð

Við stöndum með okkar vörum. Knýr sér um öll samskipti vegna ábyrgðamála.

Greiðslur

Venjulega förum við fram á 30% innborgun. Restin greiðist við afhendingu. Varan telst okkar eign þar til greitt hefur verið að fullu. Fjármögnun er í boði hjá ýmsum fjármálastofnunum.

UM OKKUR

Knýr ehf hefur flutt inn tæki frá Iron Baltic síðan haustið 2015. Við kynntumst vörunum eftir að hafa keypt ruddasláttuvél og kerru til eigin nota. Skemmst er frá því að segja að reynslan af þessum tækjum var framar björtustu vonum. Við gerðumst því endursöluaðilar og komumst fljótt að því að aðrar vörur frá Iron Baltic eru ekki síðri, þjónustan góð og ábyrgðarmál í góðum farvegi.