Tennur og Plógar

Iron Baltic snjótennur og plógar eru fáanlegir í nokkrum mismunandi útgáfum. Tennurnar eru annaðhvort 1280mm eða 1500mm breiðar, smíðaðar úr stáli og búnar gormafjöðrunem tryggir að tönnin getur lagað sig að ósléttu yfirborði. Hægt er að fá beinar eða tapered tennur. Hægt er að stilla tennurnar í fimm mismunandi vinnuhorn, beint (0°), 12° og 24° sitthvoru megin við miðju.

V-Plógar eru til 1520mm og 1820mm. Þeir eru einnig smíðaðir úr stáli, útbúnir gormafjöðrun sem tryggir að plógurinn getur lagað sig að ósléttu yfirborði. Þá má stilla í mismunandi vinnu-horn.

Við val á Iron Baltic tönn eða plógi þarf að hafa í huga að velja og panta rétta festingu fyrir tækið þitt. Við sjáum um að fá ráðleggingar og tryggjum að tönn og festingar passi saman. Þetta er mikilvægt þar sem sérstakar útfærslur eru til fyrir torfærutæki á beltum sem og tæki sem hafa verið hækkuð upp. Verð breytist töluvert eftir því hverskonar samsetningu þú velur.

Taka ber fram að eins og mörg tæki frá Iron Baltic er gert ráð fyrir að tækið þitt sé útbúið spili til að hýfa og slaka tönninni. Meðfylgjandi myndbönd sýna vel hversu öflug samsetning spil og tæki eru. Spil með fjarstýringu eru fáanleg frá Kný. Með flestum tönnunum má panta gúmmílista sem vernda viðkvæmt undirlag, til dæmis malbik. Tennur og stangir (push tubes) eru fáanlegar stakar. Einnig má setja sóp á festinguna.

Verð með VSK:
169.000,- (1500mm tönn með “Standard” festingum og gúmmílista undir)
165.000,- (1280mm tönn með “Standard” festingum og gúmmílista undir)
186.000,- (1280mm tönn með “Quick Attach” festingum og gúmmílista undir)
189.000,- (1500mm tönn með “Quick Attach” festingum og gúmmílista undir)
229.000,- (V-adjustable snow plow set 1820mm eða 1550mm)
10.000,- Gúmmílisti undir tönn (fáanlegur á allar stærðir)
3.500,-/stk. Gormar fyrir snjótennur (passa á allar stærðir)
3.250,-/stk. Hæðarstillar (renniskór) undir tönn (passa á allar stærðir)

Athugið að verð getur breytst nokkuð eftir tækinu og þeim festingum sem þarf á það. Hafið samband og fáið tilboð.

[margin][titles type=”h6″ text=”TXluZGIlQzMlQjZuZCUyMCUzQ2RpdiUyMGNsYXNzJTNEJTIybGluZSUyMiUzRSUzQyUyRmRpdiUzRQ==” class=”title27 caps animated eff-fadeIn delay-200ms”]
[margin]

Hafðu Samband í síma 511 1116 eða knyr@knyr.is