Arctic Terrain 750

Knýr kynnnir, í samstarfi við Finnska framleiðandann Ultratec, Arctic Terrain 750 kerruna. Knýr hefur nú þegar flutt inn sambærilega kerru og óhætt er að segja að glæsilegri búnaður fáist tæplega í kerrum í þessum stærðarflokki.

Kerran er tveggja öxla, smíðuð úr stáli, á flexitorum og utanvegadekkjum. Í hana er leitt rafmagn til að knýja vökvadælur sem, með fjarstýringu opna afturhlera og sturta. Þessa virkni má sjá á meðfylgjandi myndum og myndbandi af sambærilegum kerrum.

Kerran er ekki fjöldaframleidd heldur er hver eintak sett saman eftir pöntun. Afgreiðslutími getur því verið nokkur eftir því hvernig stendur á hjá framleiðanda.

Leyfileg heildarþyngd (eigin þyngd + farmur) Arctic Terrain 750 er 750kg. Hægt er að fá kerrur með meiri burðargetu í sérpöntun en hafa verður í huga að dráttargeta fjórhjóla og torfærutækja er takmörkuð.

Verð með VSK:
1.099.000,-
[margin][titles type=”h6″ text=”TXluZGIlQzMlQjZuZCUyMCUzQ2RpdiUyMGNsYXNzJTNEJTIybGluZSUyMiUzRSUzQyUyRmRpdiUzRQ==” class=”title27 caps animated eff-fadeIn delay-200ms”]
[margin]

Hafðu Samband í síma 511 1116 eða knyr@knyr.is