Áfram
Má bjóða þér að greiða aukalega fyrir þjónustu og búnað sem þú þarft ekki á að halda?

Má bjóða þér að greiða aukalega fyrir þjónustu og búnað sem þú þarft ekki á að halda?

Að skipta yfir í rafbíl er ein einfaldasta kjarabót sem hægt er að ná í. Að hlaða bílinn kostar á mánuði oft nálægt hálfum tanki af bensíni eða díselolíu. Að greiða aukalega 500-1000 krónur á mánuði fyrir umsýslu, uppgjör eða aðra þjónustu er því hlutfallslega hár skattur sem taka ætti mið af þegar ráðist er í uppbyggingu innviða.

Í grunninn er hleðslustöð innstunga til að hlaða rafbíl. Þar sem slíkir bílar eru gríðarlega öflug raftæki þarf varnarbúnað til að verja rafkerfið sem á bakvið liggur. Þessi varnarbúnaður getur verið innifalinn í stöðinni eða þurft að kaupa sérstaklega. Annað er smekksatriði sé litið til þess að bíll sé fullhlaðinn að morgni.

Margar hleðslustöðvar hafa aukalega virkni eins og módem fyrir þráðlaust net, SIM kort, tengingu við bakenda vinnslu og uppgjörskerfi, bjóða upp á uppá auðkenningu í gegnum smáforrit eða innihalda búnað sem les auðkennislykla. Þessi aukalega virkni er ekki ókeypis eins og gefur að skilja. Því meiri búnaður, því dýrari er stöðin. Þjónusta kostar svo að sjálfsögðu sitt og ekki er óalgengt að greiða 5-800kr/mánuði fyrir virkni stöðva, til dæmis í fjölbýli.

Skráning notkunar er forsenda þess að hægt sé að gera upp notkun af nákvæmni ef ekki er hægt að tengja hleðslustöð við eigin mæli. Því eru vissulega gildar ástæður sem knýja á um að dýrari leiðir séu valdar. Hins vegar er áðurnefnd virkni óþörf ef hægt er að mæla notkun með öðrum leiðum.

Að greiða 500 krónur á mánuði fyrir umsjón jafngildir nefnilega 6000 krónum á ári. Það er í mörgum tilfellum 1 til 2 mánaða orkunotkun rafbíls og verður því að teljast verulegur kostnaðarauki sem nokkuð er á sig leggjandi til að komast hjá. 

Líklegt verður að teljast að þegar frammí sækir muni rafkerfi í auknum mæli taka mið af þessu, auk þess sem framþróun eins og snjallmælar muni gera mönnum kleift að komast hjá aukakostnaði.

Fyrri grein Góð ráð við notkun rafbíls til vetraraksturs
Næsta grein Hlutir sem gott er að vita við val á hleðslustöð