Að velja hleðslusnúru
Vandinn við að velja hleðslusnúru er að stöðvar eru mismunandi að afli og snúran sem notuð er til að hlaða bílinn þinn verður að bera þann straum sem um hana á að fara. Fari meiri straumur um en snúran er gerð fyrir skapast hætta. Á móti kemur að snúrur eru dýrari eftir því sem þær bera meiri straum og eðlilegt að vilja ekki greiða meira en þarf. Hvaða hleðslusnúra hentar? Svarið er að snúran þarf að bera þann straum sem bíllinn getur tekið við. Sé 7,4kW snúru stungið í samband við 22kW hleðslustöð og tengiltvinn bíl sem tekur einungis við 3,6kW fara 3,6kW um snúruna og því allt í góðu. Sé hins vegar 7,4kW snúru stungið í samband við 22kW hleðslustöð og bíl sem tekur 11kW er voðinn vís. Við mælum síðan að sjálfsögðu með þvi að ræða málið við söluaðila eða fagmann áður en keypt er.