10 Ástæður til að skipta í rafmagnsbíl
- Meira úrval
Þó rafbílar hafi til að byrja með flestir verið „litlir og skrítnir í útliti“er nú svo komið að flestir ættu að finna rafbíl við sitt hæfi. Fólksbílar í öllum stærðum fást frá flestum vinsælustu bílaframleiðendum heims, margir þeirra bjóða einnig uppá laglega jepplinga. Ef það er ekki nógu gott lítur út fyrir að innan skamms komi á markaðinn stærri jeppar og Amerískir pallbílar sem knúnir eru rafmagni.
- Drægni
Erfitt er að finna rafbíl sem ekki hefur drægni yfir 300km á einni hleðslu. Þetta þýðir einfaldlega að nánast allir ættu að geta sest inn í fullhlaðinn rafmagnsbíl sinn að morgni, keyrt eins og þeim sýnist yfir daginn og stungið í samband að kvöldi.
- Skattar og gjöld
Til að hvetja almenning til að skipta yfir í rafmagnsbíla hafa stjórnvöld búið til ýmsa hvata. Lægri skattar og gjöld eru tekin af nýorkubílum og virðisaukaskattur er endurgreiddur af kaupum á hleðslustöð, sem og vinnu við uppsetningu. Einnig bjóða flestar lánastofnanir betri kjör og lægri kostnað þegar lánað er fyrir „grænum“ bíl.
- Lægri Eldsneytiskostnaður
Hvort heldur horft er til orku eða viðhalds má segja að rafmagnsbílar séu fundið fé. Auðvitað er rafmagn ekki ókeypis en gróflega má áætla að kostnaður við orku rafbíls sé um 10% af kostnaði samsvarandi bíls sem knúinn er jarðefnaeldsneyti.
- Minna Viðhald
Og svo er það viðhaldið. Rafbílar eru einfaldari og innihalda færri kerfi en við höfum vanist hingað til. Olíuskipti, púst, tímareim, startari, kerti og kveikjur eru dæmi um hlutir sem einfaldlega finnast ekki í rafbílum og þarf því ekki að viðhalda eða skipta um.
- Líftími rafhlöðu er betri en þig grunar
Nær allir framleiðendur rafbíla ábyrgjast rafhlöður bíla sinna. Ekki bara það heldur gefa margir einungis upp hluta af getu þeirra og láta svo hugbúna um að nýta umframgetuna eftir því sem rafhlaðan eldist. Að auki er von á töluverðri þróun í rafhlöðutækni í nánustu framtíð.
- Markaður með notaða bíla að verða til
Nú er komið að þeim tímapunkti að menn eru að eignast sinn annan eða þriðja rafbíl. Markaður er því orðinn til með notaða bíla, sem styður við endurnýjun.
- Hleðslustöðvum fjölgar
Hleðslustöðvum fjölgar. Hér á landi hefur stöðum þar sem hlaða má rafbíla fjölgað hratt á síðustu tveim til þrem árum. Fyrisjáanlegt er að þessi þróun haldi áfram með tilkomu rafknúinna bílaleigubíla og almennari rafbílaeign.
- Umhverfissjónarmið
Þó deilt sé um hver heildar áhrifin séu af því eiga rafbíl finnast fáir sem halda því fram að rafbílar séu beinlínis verri fyrir umhverfið. Líti maður svo nær sér dylst fáum að betri loftgæði fylgja bílum sem ekki losa aukaafurðir eldsneytisbruna út um pústurrör sitt.
- Fáðu ókeypis rafmagn
Það er hægt að búa til rafmagn á ýmsan hátt. Hvor heldur það er að virkja bæjarlækinn, setja upp vindmillu eða sólarrafhlöðu er um að ræða aðferðir sem eru vel innan þess mengis sem hugsanlegt er að einstaklingar geti komið sér upp. Það er olíuleit ekki.