Áfram
Þarf tengiltvinnbíll fasttengda hleðslustöð?

Þarf tengiltvinnbíll fasttengda hleðslustöð?

engiltivinnbílar eru með tiltölulega smáa rafhlöðu. Þessir bílar aka stutta vegalengd á rafmagni og taka ekki hratt við hleðslu. Margir eigendur kjósa því að hlaða með farandhleðslustöð (hleðsluaðferð 1 eða 2) í stað þess að fá sér fasttengda hleðslustöð (hleðsluaðferð 3).

Það kann að hljóma mótsagankennt í eyru margra að segja að ærin ástæða sé fyrir eigendur tengiltvinnbíla íhuga kaup á hleðslustöð. Skoðum nánar.

Tengiltvinnbílar eru með smáa rafhlöðu og taka ekki hratt við. Þessi staðreynd verður til þess að tengiltvinnbílum er oftast stungið í samband daglega ólíkt rafbílum sem sjaldnar þurfa hleðslu. Ekki nóg með það heldur tekur hleðsla í gegnum snúru yfirleitt langann tíma. Með öðrum orðum eru tengiltvinnbílar oft í sambandi og lengi. Hætta er á að snúrur og tenglar sem farandhleðslustöð er  stungið er í samband við þoli álagið ekki til lengdar. Afleiðingarnar af því geta verið skemmdir og jafnvel bruni.

Það er Því ekki að ástæðulausu sem Mannvirkjastofnun mælir „sérstaklega“ með því að rafknúin farartæki séu hlaðin með fasttengdum hleðslustöðvum.

Fyrri grein Að velja snjótönn
Næsta grein 10 Ástæður til að skipta í rafmagnsbíl