Áfram

Snjótennur og Plógar

by Knýr
Upprunalegt verð 260.000 kr - Upprunalegt verð 260.000 kr
Upprunalegt verð
260.000 kr
260.000 kr - 260.000 kr
Núverandi verð 260.000 kr
Með VSK

Við kynnum til leiks nýja gerð snjótanna frá Iron Baltic. Tennurnar eru 1500mm breiðar, úr gegnheilu plasti og ryðga því ekki eða flagna. Fleiri gerðir eru í boði en verð og lýsing hér miðast við þessa nýju gerð (gul að lit).

Snjótennur og plógar eru fáanlegar í nokkrum mismunandi útgáfum. Þar sem velja þarf festingar, arma og gerð tannar fyrir hvert hjól eru snjótennur ávallt sérpöntun.

Tennurnar eru búnar gormafjöðrun sem tryggir að þær lagi sig að ósléttu yfirborði.

Hægt er að stilla í fimm mismunandi vinnuhorn, beint (0°), 12° og 24° sitthvoru megin við miðju.

Við val á Iron Baltic tönn eða plógi þarf að hafa í huga að velja og panta rétta festingu fyrir tækið þitt. Við sjáum um að fá ráðleggingar og tryggjum að tönn og festingar passi saman. Þetta er mikilvægt þar sem sérstakar útfærslur eru til fyrir torfærutæki á beltum sem og tæki sem hafa verið hækkuð upp. Verð breytist töluvert eftir því hverskonar samsetningu þú velur. Taka ber fram að eins og mörg tæki frá Iron Baltic er gert ráð fyrir að tækið þitt sé útbúið spili til að hýfa og slaka tönninni. Sjá einnig nánari upplýsingar um val á snjoönn hér.